Heimsókn frá Malawi

Sigurbjörn Þór Jakobsson, framkvæmdastjóri Pharmarctica ásamt Precious Ngwalero Katundu framkvæmdast…
Sigurbjörn Þór Jakobsson, framkvæmdastjóri Pharmarctica ásamt Precious Ngwalero Katundu framkvæmdastjóra Rephaiah, arkitektinum Heather Musasa Mbiri og fjármálastjóranum Joshua Nthakomwa

Precious Ngwalero Katundu framkvæmdastjóri Rephaiah í Malawi, ásamt arkitektinum Heather Musasa Mbiri og fjármálastjóranum Joshua Nthakomwa, komu til Íslands til að skoða Pharmarctica, en í Malawi er verið að byggja upp lyfjaframleiðslufyrirtækið Rephaiah sem mun einbeita sér að framleiðslu lyfja fyrir börn yngri en 5 ára. Ekkert lyfjafyrirtæki í Malawi uppfyllir gæðastaðla, og mun Rephaiah því vera fyrsta fyrirtækið sem mun fylgja þeim kröfum sem gerðar verða til lyfjaframleiðslu í landinu.